Erlent

Heimta opinbera afsökun

Gandhi
Gandhi

 Indversk yfirvöld heimta opinbera afsökunarbeiðni frá tveimur þarlendum sjónvarpsstöðvum. Ástæðan er sýning á myndbandi indverska grínistans Gautham Prasad þar sem hann hermir eftir og gerir grín að Gandhi og dansar meðal annars súludans. Gandhi er í afar miklum metum hjá indversku þjóðinni og féll sýningin í afar grýttan jarðveg.

Prasad, sem starfar sem grínisti í New York, segist harma að hann hafi misboðið fólki en neitar að taka myndbandið af heimasíðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×