Erlent

Neita ásökunum um linkind

Landamæri Afganistans og Pakistans eru sögð óþétt.
Landamæri Afganistans og Pakistans eru sögð óþétt. MYND/AP

Ráðamenn í Pakistan harðneituðu fyrir helgina ásökunum frá John Negroponte, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar, um að hryðjuverkamenn frá al-Kaída hafi fundið sér griðastað í Pakistan þar sem þeir geti safnað liði og búið sig undir frekari aðgerðir.

„Pakistan hefur gert meira en nokkurt annað ríki til þess að brjóta al-Kaída á bak aftur,“ sagði Tasnim Aslam, talsmaður utanríkisráðuneytis Pakistans.

Einnig sagði hann að búi Bandaríkjamenn yfir upplýsingum um staðsetningu al-Kaída-manna í Pakistan, þá ættu þeir að deila þeim upplýsingum með pakistönskum ráðamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×