Erlent

Skylt að kunna á matarprjóna

 Að kunna almennilega að borða með prjónum er inntökuskilyrði í framhaldsskóla nokkurn í Japan. Mestu stærðfræðiheilar og önnur gáfnaljós geta sleppt því að sækja um ef þau hafa ekki þessa tækni á færi sínu.

Skólinn er ætlaður stúlkum á aldrinum 16 til 18 ára. Allir umsækjendur verða að taka inngöngupróf sem felst í því að færa glerkúlur, perlur og baunir á milli diska með ekkert annað en tvo matarprjóna að vopni.

Margir Japanar hafa áhyggjur af því að unga kynslóðin sé illa að sér í hefðbundnum borðsiðum og matarmenningu Japans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×