Erlent

Vill víðtækan gagnagrunn

Breska stjórnin kynnir í dag hugmyndir sínar um að koma á fót víðtækum gagnagrunn með persónuupplýsingum sem á að auðvelda almenningi að fá skjóta þjónustu hjá hinu opinbera.

Breski Íhaldsflokkurinn gagnrýnir þessi áform harðlega og segir verulega hættu á að opinberar stofnanir misnoti upplýsingarnar sem þær munu hafa aðgang að. Frá þessu er skýrt á vefsíðu breska útvarpsins BBC.

Ríkisstjórnin telur hins vegar nauðsynlegt að ríkisstofnanir hafi aðgang að upplýsingum frá öðrum ríkisstofnunum til þess að borgararnir þurfi ekki að hendast á milli margra stofnana til að fá afgreiðslu mála sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×