Erlent

Sjógangur olli strandi Servers

Norskir sérfræðingar unnu að því í gær að hreinsa upp olíuna sem lak úr flutningaskipinu Server eftir strandið við vesturströnd Noregs í fyrrakvöld. Tæp 300 tonn af olíu fóru í sjóinn eftir að skipið brotnaði í tvennt. Allir skipverjarnir, 25 talsins, björguðust.

Skipstjóri Servers þakkaði björgunarmönnum fyrir afrekið á blaðamannafundi í fyrrakvöld. Hann sagðist harma umhverfisskaðann sem af slysinu hlýst og ætlaði að veita alla þá aðstoð sem hann gæti við sjópróf eftir helgi. Hann sagði sjógang hafa valdið því að skipið strandaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×