Erlent

Kókaínleifar á öllum seðlum

Hundrað prósent írskra seðla bera leifar af kókaíni. Þetta er niðurstaðan í rannsókn sem vísindamenn við háskólann í Dublin gerðu, og kemur fram á fréttavef BBC.

Vísindamennirnir beittu leitartækni sem nemur jafnvel minnstu leifar af efninu til að rannsaka fjörutíu og fimm seðla úrtak. Sumir seðlarnir höfðu svo miklar leifar af kókaíni á sér að líklegast hafa þeir verið notaðir til þess að sjúga efnið upp í nefið.

Niðurstöðurnar eru í samræmi við svipaðar rannsóknir sem gerðar hafa verið á peningaseðlum í öðrum löndum, meðal annars Bretlandi og Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×