Erlent

Skuldar yfir sjö milljónir vegna kaupa á lyfjum

Michael Jackson
Michael Jackson

Lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum hefur farið í mál við popparann Michael Jackson vegna vangoldinna reikninga. Fyrirtækið fullyrðir að Jackson skuldi yfir sjö milljónir íslenskra króna fyrir lyfseðilsskyld lyf sem fyrirtækið hefur útvegað honum síðustu tvö ár.

Fyrirtækið segist hafa gert munnlegt samkomulag við Jackson um að hann greiddi fyrir lyfin og hafi sent honum reikninga mánaðarlega. Síðasta greiðsla hafi borist um mitt ár 2005. Talskona Jacksons neitaði að tjá sig um málið við Associated Press-fréttastofuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×