Erlent

Cisco ætlar í mál við Apple

Tölvufyrirtækið Cisco Systems hefur lögsótt Apple fyrir brot á vörumerkjalögum. Fyrirtækið vill meina að notkun Apple á nafninu iPhone brjóti í bága við lög vegna þess að Cisco eigi vörumerkið iPhone. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Apple kynnti í liðinni viku nýjan farsíma sem ber nafnið iPhone. Síminn, sem einnig er tónlistarspilari og lófatölva, kemur á markað í Bandaríkjunum í júní en í lok þessa árs í Evrópu.

Apple svaraði lögsókninni með því að kalla hana fáránlega. Fjölmörg fyrirtæki noti nafnið iPhone yfir netsímtæki.

Cisco hefur átt vörumerkið iPhone síðan árið 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×