Erlent

Hillary Clinton fundaði í Írak

Fundað í Írak Hillary hitti forsætisráðherrann al-Maliki og ræddi við hann.
Fundað í Írak Hillary hitti forsætisráðherrann al-Maliki og ræddi við hann.

Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi forsetafrúin Hillary Rodham Clinton kom til Íraks í gær til að funda með bandarískum og íröskum ráðamönnum.

Bandaríkjaþing, undir stjórn demókrata, hefur mótmælt harðlega ákvörðun Bush forseta um að senda 21.500 hermenn til viðbótar til Íraks. Clinton hitti forsætisráðherra landsins, Nouri al-Maliki, í gær. Hún hafði ekki komið til Íraks í rúmt ár.

Clinton fór í förina ásamt öldungadeildarþingmönnunum Evan Bayh, demókrata frá Indiana-ríki og John McHugh, repúblikana frá New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×