Erlent

Heilbrigðisþjónusta fyrir alla

Arnold schwarzenegger Tekur slaginn við öfluga þrýstihópa lækna, sjúkrahúsa, tryggingafélaga, verkalýðsfélaga og fyrirtækja
Arnold schwarzenegger Tekur slaginn við öfluga þrýstihópa lækna, sjúkrahúsa, tryggingafélaga, verkalýðsfélaga og fyrirtækja MYND/AFP

 Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, byrjar nýtt kjörtímabil á tveimur afar umdeildum málum, heilbrigðisþjónustu og fangelsismálum. Það gæti komið niður á vinsældum hans frá fyrra kjörtímabili. Hyggst hann hækka lágmarkslaun og lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum.

Schwarzenegger lætur nú kanna möguleika á styttingu fangelsisdóma fyrir vægari glæpi en fangelsi í ríkinu eru yfirfull.

Einnig hefur hann lofað að opna þeim 6,5 milljónum íbúa Kaliforníu, sem eru án sjúkratrygginga, aðgang að heilbrigðisþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×