Erlent

Þjóðarkreppa

Jaroslaw Kaczynski pólski forsætisráðherrann hefur áhyggjur af stöðu kirkjunnar.
Jaroslaw Kaczynski pólski forsætisráðherrann hefur áhyggjur af stöðu kirkjunnar. mynd/ap

Að mati forsætisráðherra Póllands stendur landið frammi fyrir „þjóðarkreppu“ eftir að nýskipaður erkibiskup sagði af sér í kjölfar þess að hafa viðurkennt að hafa sýnt öryggislögreglu kommúnistastjórnarinnar samstarfsvilja á sínum tíma.

Pólverja setti hljóða er Stanislaw Wielgus sagði af sér á sunnudag, er til stóð að ljúka vígslu hans í erkibiskupsembættið í messu í Varsjá. Annar kunnur kirkjunnar maður, sóknarprestur dómkirkjunnar í Kraká, ákvað einnig á mánudag að hverfa úr embætti af svipuðum orsökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×