Erlent

Hætt komin vegna reyks

Þegar sex manna fjölskylda gat ekki búið lengur inni á ættingjum og vinum hvarf hún bókstaflega ofan í jörðina.

Fjölskyldan bjó í manngerðum helli og eldaði þar matinn sinn yfir eldi.

Fjölskyldan fannst fyrir tilviljun og var þegar í stað flutt á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Þetta kemur fram í Svenska Dagbladet.

Fjölskyldan er ekki lengur í hættu og mega börnin fara heim strax og félagsþjónustan hefur fundið húsnæði fyrir fjölskylduna. Mamman er hinsvegar þunguð og þarf sérstaka meðhöndlun vegna fóstursins. Þau voru öll hætt komin. Pabbinn var hins vegar þegar á sjúkrahúsinu vegna annars þegar fjölskyldan var flutt þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×