Erlent

Varað við frjókornasvifi

Skíðafólk ber búnað sinn upp snjólausar brekkur í Les Carroz í frönsku Ölpunum.
Skíðafólk ber búnað sinn upp snjólausar brekkur í Les Carroz í frönsku Ölpunum. mynd/ap

Óvenjuleg hlýindi það sem af er vetri valda ýmsum vanda á meginlandi Evrópu. Í Austurríki hafa ofnæmissjúklingar verið varaðir við því að frjó séu nú að þroskast á trjám sem að öllu jöfnu gerist ekki fyrr en að áliðnu vori. Og vetrardvalarstaðir í Ölpunum horfa fram á mikinn tekjumissi vegna snjóleysis.

Í Sviss og fleiri Alpalöndum hefur undirbúningskeppnum fyrir heimsbikarmótið í skíða-íþróttum verið aflýst til að hlífa skíðabrekkunum, sem sagðar eru hafa skemmst í rigningunni og hlýindunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×