Ortega snýr aftur til valda 12. janúar 2007 06:00 Vinirnir Ortega og Chavez „Hjarta mitt er yfirfullt af gleði,“ sagði Hugo Chavez þegar hann fylgdist með embættistöku Daniels Ortega í Níkaragva. MYND/AP Gamli byltingarmaðurinn Daniel Ortega sneri aftur til valda í Níkaragva á þriðjudaginn þegar hann tók þar við forsetaembættinu. Ortega var forseti Sandinistastjórnarinnar í Níkaragva á árunum 1985 til 1990 og mætti þá harðri andstöðu frá Bandaríkjamönnum, sem studdu baráttu hægrisinnaðra skæruliða gegn stjórn hans. Fyrr um daginn sór einnig Hugo Chavez embættiseið í Venesúela, en hann er að hefja nýtt sex ára kjörtímabil á forsetastólnum. „Sósíalismi eða dauði,“ hrópaði Chavez við embættistöku sína, en strax að athöfn lokinni flaug hann til Níkaragva til að samfagna Ortega. Chavez færði Ortega gullna eftirlíkingu af sverði byltingarhetjunnar Símons Bólívar og sagði hjarta sitt vera „yfirfullt af gleði“. Viðstaddir athöfnina í Níkaragva voru einnig þeir Evo Morales, forseti Bólivíu, og Jose Ramon Machado Ventura frá Kúbu, en sökum bágrar heilsu Fídels Kastró komst hann ekki sjálfur. Morales fagnaði því sérstaklega að fá Ortega í hóp vinstrisinnaðra þjóðarleiðtoga í Suður- og Mið-Ameríku. „Við erum með þrjá, fjóra, fimm stjórnendur sem munu frelsa Rómönsku Ameríku,“ sagði Morales. Vaxandi vinátta milli Chavez og Ortega var augljós og strax samdægurs undirrituðu þeir samninga um náið samstarf á ýmsum sviðum. Chavez hyggst veita óspart af olíuauði Venesúela til þess að hjálpa Níkaragvabúum, en fátækt er þar töluverð. Sjálfur hefur Chavez einnig heitið því að ganga enn lengra í róttækum þjóðfélagsbreytingum heima fyrir í Venesúela. Meðal annars ætlar hann þjóðnýta orku- og fjarskiptafyrirtæki og hyggst ennfremur fá þingið til að samþykkja aukin völd sér til handa svo hann geti sett ýmis „byltingarlög“ með tilskipun. Chavez nýtur mikilla vinsælda í landi sínu en hefur jafnan verið Bandaríkjastjórn þyrnir í augum, rétt eins og Ortega í Níkaragva. Ortega, sem er orðinn 61 árs, spjallaði þó lengi við Michael Leavitt, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, sem var fulltrúi Bandaríkjastjórnar við embættistökuathöfnina. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Gamli byltingarmaðurinn Daniel Ortega sneri aftur til valda í Níkaragva á þriðjudaginn þegar hann tók þar við forsetaembættinu. Ortega var forseti Sandinistastjórnarinnar í Níkaragva á árunum 1985 til 1990 og mætti þá harðri andstöðu frá Bandaríkjamönnum, sem studdu baráttu hægrisinnaðra skæruliða gegn stjórn hans. Fyrr um daginn sór einnig Hugo Chavez embættiseið í Venesúela, en hann er að hefja nýtt sex ára kjörtímabil á forsetastólnum. „Sósíalismi eða dauði,“ hrópaði Chavez við embættistöku sína, en strax að athöfn lokinni flaug hann til Níkaragva til að samfagna Ortega. Chavez færði Ortega gullna eftirlíkingu af sverði byltingarhetjunnar Símons Bólívar og sagði hjarta sitt vera „yfirfullt af gleði“. Viðstaddir athöfnina í Níkaragva voru einnig þeir Evo Morales, forseti Bólivíu, og Jose Ramon Machado Ventura frá Kúbu, en sökum bágrar heilsu Fídels Kastró komst hann ekki sjálfur. Morales fagnaði því sérstaklega að fá Ortega í hóp vinstrisinnaðra þjóðarleiðtoga í Suður- og Mið-Ameríku. „Við erum með þrjá, fjóra, fimm stjórnendur sem munu frelsa Rómönsku Ameríku,“ sagði Morales. Vaxandi vinátta milli Chavez og Ortega var augljós og strax samdægurs undirrituðu þeir samninga um náið samstarf á ýmsum sviðum. Chavez hyggst veita óspart af olíuauði Venesúela til þess að hjálpa Níkaragvabúum, en fátækt er þar töluverð. Sjálfur hefur Chavez einnig heitið því að ganga enn lengra í róttækum þjóðfélagsbreytingum heima fyrir í Venesúela. Meðal annars ætlar hann þjóðnýta orku- og fjarskiptafyrirtæki og hyggst ennfremur fá þingið til að samþykkja aukin völd sér til handa svo hann geti sett ýmis „byltingarlög“ með tilskipun. Chavez nýtur mikilla vinsælda í landi sínu en hefur jafnan verið Bandaríkjastjórn þyrnir í augum, rétt eins og Ortega í Níkaragva. Ortega, sem er orðinn 61 árs, spjallaði þó lengi við Michael Leavitt, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, sem var fulltrúi Bandaríkjastjórnar við embættistökuathöfnina.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira