
Fótbolti
Sevilla heldur pressu á toppliðin

Sevilla hélt sínu striki í spænska boltanum í gærkvöld þegar liðið lagði Zaragoza 3-1 og er því aðeins tveimur stigum frá Real Madrid og Barcelona á toppi deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Luis Fabiano, Alexander Kerzhakov og Fredi Kanoute skoruðu mörk Sevilla í leiknum. Atletico Madrid vann Nastic 2-0 með mörkum Fernando Torres og skaust í sjötta sætið.