Tölvur kenna stafsetningu 16. nóvember 2006 06:45 Anton Karl Ingason og Skúli Bernhard Jóhannsson Höfundar veflægs kennsluvefjar sem veitir vélræna kennslu í íslenskum stíl er gæti sparað kennurum talsverða vinnu við upplestur og yfirferð úrlausna. „Þetta er í rauninni bara gamla kennsluaðferðin, íslenski stíllinn, í nýjum búningi," segir Anton Karl Ingason, annar af höfundum námsvefjar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnar klukkan tvö í dag - á Degi íslenskrar tungu - við athöfn í Reykjavíkurakademíunni. Anton, sem hefur töluverða reynslu af hugbúnaðargerð, og félagi hans Skúli Bernhard Jóhannsson, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, hafa unnið að námsvefnum undanfarið ár. Ef vefurinn reynist vel, og kemst í almenna notkun í skólakerfinu, getur hann minnkað álag á kennara því hann er algerlega vélrænn; spilar upptökur af íslenskum stílum, fer yfir þá og leiðréttir án þess að mannshöndin komi þar nærri. Auk þess geta nemendur notað vefinn á gagnvirkan hátt til að læra vélritun. Nemandi sem notar vefinn getur hlustað á, og skrifað upp, einn af þeim stílum sem eru vistaðir inni á honum. Eftir að nemandinn hefur lokið við stílinn fer vefurinn yfir hann, leiðréttir og bendir nemandanum á hvaða málfræðireglur hann braut þegar hann skrifaði stílinn. Stílæfingar í forritinu eru tvenns konar: æfingar þar sem nemendur skrifa upp eftir mæltu máli og æfingar þar sem þeir lesa texta af skjánum og skrifa hann niður eftir sjónminni. Allar villur sem nemandinn gerir verða glósaðar og flokkaðar inni á vefnum sem þýðir að fyrir próf mun nemandinn geta rifjað upp hvaða villur hann hefur gert í stílum. „Líklega munu nemendur vinna stílana á tölvur heima hjá sér, því tölvukostur í skólum er ekki nægjanlegur til að allir nemendur hafi aðgang að þeim þar. Kennarar munu geta séð að tiltekinn nemandi hafi gert ákveðið margar n-villur eða y-villur og getur þá hagað þeirri kennslu sem hann veitir viðkomandi nemanda eftir því. Kennarinn sparar sér því ófrjóa handavinnu við yfirferð en fær í staðinn upp í hendurnar verðmæta tölfræði sem hjálpar honum að stýra áherslum í kennslu," segir Anton Karl. Hann segir óþarfa að kennarar lesi enn þá upp og fari yfir stíla þegar tækni sé fyrir hendi til að láta tölvur gera það. Frá og með deginum í dag getur fólk notað námsvefinn www.rettritun.is sér að kostnaðarlausu og segir Anton Karl að ýmsir skólar muni á næstunni reynsluprófa hann. Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
„Þetta er í rauninni bara gamla kennsluaðferðin, íslenski stíllinn, í nýjum búningi," segir Anton Karl Ingason, annar af höfundum námsvefjar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnar klukkan tvö í dag - á Degi íslenskrar tungu - við athöfn í Reykjavíkurakademíunni. Anton, sem hefur töluverða reynslu af hugbúnaðargerð, og félagi hans Skúli Bernhard Jóhannsson, nemi í rafmagns- og tölvuverkfræði, hafa unnið að námsvefnum undanfarið ár. Ef vefurinn reynist vel, og kemst í almenna notkun í skólakerfinu, getur hann minnkað álag á kennara því hann er algerlega vélrænn; spilar upptökur af íslenskum stílum, fer yfir þá og leiðréttir án þess að mannshöndin komi þar nærri. Auk þess geta nemendur notað vefinn á gagnvirkan hátt til að læra vélritun. Nemandi sem notar vefinn getur hlustað á, og skrifað upp, einn af þeim stílum sem eru vistaðir inni á honum. Eftir að nemandinn hefur lokið við stílinn fer vefurinn yfir hann, leiðréttir og bendir nemandanum á hvaða málfræðireglur hann braut þegar hann skrifaði stílinn. Stílæfingar í forritinu eru tvenns konar: æfingar þar sem nemendur skrifa upp eftir mæltu máli og æfingar þar sem þeir lesa texta af skjánum og skrifa hann niður eftir sjónminni. Allar villur sem nemandinn gerir verða glósaðar og flokkaðar inni á vefnum sem þýðir að fyrir próf mun nemandinn geta rifjað upp hvaða villur hann hefur gert í stílum. „Líklega munu nemendur vinna stílana á tölvur heima hjá sér, því tölvukostur í skólum er ekki nægjanlegur til að allir nemendur hafi aðgang að þeim þar. Kennarar munu geta séð að tiltekinn nemandi hafi gert ákveðið margar n-villur eða y-villur og getur þá hagað þeirri kennslu sem hann veitir viðkomandi nemanda eftir því. Kennarinn sparar sér því ófrjóa handavinnu við yfirferð en fær í staðinn upp í hendurnar verðmæta tölfræði sem hjálpar honum að stýra áherslum í kennslu," segir Anton Karl. Hann segir óþarfa að kennarar lesi enn þá upp og fari yfir stíla þegar tækni sé fyrir hendi til að láta tölvur gera það. Frá og með deginum í dag getur fólk notað námsvefinn www.rettritun.is sér að kostnaðarlausu og segir Anton Karl að ýmsir skólar muni á næstunni reynsluprófa hann.
Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira