Lögreglan í Kópa-vogi stöðvaði á þriðjudagskvöld ökumann eftir að bifreið sem hann ók mældist á 161 kílómetra hraða á Reykjanesbraut til móts við Smáralind. Hámarkshraði á þessum slóðum er 70.
Ökumaðurinn reyndist vera 17 ára gamall piltur sem hafði fengið ökusleyfi sitt rúmum mánuði áður. Að sögn varðstjóra er mjög sjaldgæft að bifreiðar mælist á svo miklum hraða innanbæjar.
Pilturinn verður sviptur ökuréttindum og má að auki búast við hárri fjársekt.