Enski boltinn

Chelsea á toppinn

Ashley Cole á fullri ferð með Chelsea í dag, Paba Bouba Diop sækir að honum.
Ashley Cole á fullri ferð með Chelsea í dag, Paba Bouba Diop sækir að honum. MYND/AP

Búið er að flauta til leiksloka í flestum leikjum í ensku deildinni. Chelsea sigraði Fulham 2-0 með mörkum frá Frank Lampard. Arsenal, Liverpool, Aston Villa, Manchester City og Blackburn hrósuðu öll sigri í dag.

Arsenal vann Sheffield United 3-0 með mörkum frá William Gallas, Phil Jagielka (sjálfsmark) og Thierry Henry.

Aston Villa vann Charlton 2-0 með mörkum frá Gabriel Agbonlahor og Luke Moore.

Manchester City vann West Ham 2-0 með mörkum frá Georgios Samaras

Middlesbrough tapaði 0-1 fyrir Blackburn á heimavelli, Shabani Nonda skoraði.

Wigan og Watford skildu jöfn 1-1 Camara skoraði fyrir Wigan en Bouazza fyrir Watford.

Nú var að hefjast leikur Reading og Manchester United.

Á morgun leika Newcastle og Everton og á mánudag mætast Portsmouth og Bolton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×