Alþýðusambandið hugleiðir evrulaun 23. ágúst 2006 07:30 Sá möguleiki að launafólk fái hluta launa sinna greiddan í evrum hefur verið ræddur á vettvangi Alþýðusambands Íslands. Ég get staðfest að þessi hugmynd hefur komið upp. Ekki kannski um að semja alfarið í evrum heldur að fólk geti tekið út ákveðinn hluta launa sinna í evrum, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Hann segir vangavelturnar tengdar því að fólk sé með langtímalán í erlendri mynt. Mjög dýrt er fyrir einstaklinga að standa gjaldeyrisvaktina, slíkt er fyrirtækjunum jú miklu tamara. Fyrirtækin gætu þá axlað það ef launamaðurinn vildi taka lán í evrum, bætir hann við. Með þessu segir Gylfi að lágmarka mætti gengisáhættu af því að taka húsnæðislán í erlendri mynt. Gylfi segir hins vegar varhugaverðara ef fólk færi að semja um evrulaun í einstaklingsbundnum samningum því sú staða gæti komið upp, vegna gengissveiflna, að laun fólks færu niður fyrir lögbundin lágmarkslaun. Málið er því ekki alveg einfalt, segir hann. Á ársfundi ASÍ í október verður umræða um kosti og galla krónunnar. Á því er engin launung að sveiflukenndur gjaldmiðill, eins og krónan er, og mistök sem gerð hafa verið í hagstjórn bitna mjög illilega á fólki. Grunnvextir eru 13,5 prósent, sem þýðir að fólk er að borga af venjulegum lánum frá 15 upp í 18 prósenta vexti. Það gefur auga leið að þetta hefur gríðarleg áhrif á afkomu okkar félagsmanna. Meðal fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands og fá tekjur sína að mestu erlendis frá er nú í gangi umræða um kosti þess að breyta skráningu hlutabréfa þeirra í Kauphöllinni úr krónum í evrur. Er það einnig sagt skref í þá átt að laða að erlenda fjárfesta. Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Sá möguleiki að launafólk fái hluta launa sinna greiddan í evrum hefur verið ræddur á vettvangi Alþýðusambands Íslands. Ég get staðfest að þessi hugmynd hefur komið upp. Ekki kannski um að semja alfarið í evrum heldur að fólk geti tekið út ákveðinn hluta launa sinna í evrum, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Hann segir vangavelturnar tengdar því að fólk sé með langtímalán í erlendri mynt. Mjög dýrt er fyrir einstaklinga að standa gjaldeyrisvaktina, slíkt er fyrirtækjunum jú miklu tamara. Fyrirtækin gætu þá axlað það ef launamaðurinn vildi taka lán í evrum, bætir hann við. Með þessu segir Gylfi að lágmarka mætti gengisáhættu af því að taka húsnæðislán í erlendri mynt. Gylfi segir hins vegar varhugaverðara ef fólk færi að semja um evrulaun í einstaklingsbundnum samningum því sú staða gæti komið upp, vegna gengissveiflna, að laun fólks færu niður fyrir lögbundin lágmarkslaun. Málið er því ekki alveg einfalt, segir hann. Á ársfundi ASÍ í október verður umræða um kosti og galla krónunnar. Á því er engin launung að sveiflukenndur gjaldmiðill, eins og krónan er, og mistök sem gerð hafa verið í hagstjórn bitna mjög illilega á fólki. Grunnvextir eru 13,5 prósent, sem þýðir að fólk er að borga af venjulegum lánum frá 15 upp í 18 prósenta vexti. Það gefur auga leið að þetta hefur gríðarleg áhrif á afkomu okkar félagsmanna. Meðal fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands og fá tekjur sína að mestu erlendis frá er nú í gangi umræða um kosti þess að breyta skráningu hlutabréfa þeirra í Kauphöllinni úr krónum í evrur. Er það einnig sagt skref í þá átt að laða að erlenda fjárfesta.
Innlent Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira