Alþýðusambandið hugleiðir evrulaun 23. ágúst 2006 07:30 Sá möguleiki að launafólk fái hluta launa sinna greiddan í evrum hefur verið ræddur á vettvangi Alþýðusambands Íslands. Ég get staðfest að þessi hugmynd hefur komið upp. Ekki kannski um að semja alfarið í evrum heldur að fólk geti tekið út ákveðinn hluta launa sinna í evrum, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Hann segir vangavelturnar tengdar því að fólk sé með langtímalán í erlendri mynt. Mjög dýrt er fyrir einstaklinga að standa gjaldeyrisvaktina, slíkt er fyrirtækjunum jú miklu tamara. Fyrirtækin gætu þá axlað það ef launamaðurinn vildi taka lán í evrum, bætir hann við. Með þessu segir Gylfi að lágmarka mætti gengisáhættu af því að taka húsnæðislán í erlendri mynt. Gylfi segir hins vegar varhugaverðara ef fólk færi að semja um evrulaun í einstaklingsbundnum samningum því sú staða gæti komið upp, vegna gengissveiflna, að laun fólks færu niður fyrir lögbundin lágmarkslaun. Málið er því ekki alveg einfalt, segir hann. Á ársfundi ASÍ í október verður umræða um kosti og galla krónunnar. Á því er engin launung að sveiflukenndur gjaldmiðill, eins og krónan er, og mistök sem gerð hafa verið í hagstjórn bitna mjög illilega á fólki. Grunnvextir eru 13,5 prósent, sem þýðir að fólk er að borga af venjulegum lánum frá 15 upp í 18 prósenta vexti. Það gefur auga leið að þetta hefur gríðarleg áhrif á afkomu okkar félagsmanna. Meðal fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands og fá tekjur sína að mestu erlendis frá er nú í gangi umræða um kosti þess að breyta skráningu hlutabréfa þeirra í Kauphöllinni úr krónum í evrur. Er það einnig sagt skref í þá átt að laða að erlenda fjárfesta. Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Sá möguleiki að launafólk fái hluta launa sinna greiddan í evrum hefur verið ræddur á vettvangi Alþýðusambands Íslands. Ég get staðfest að þessi hugmynd hefur komið upp. Ekki kannski um að semja alfarið í evrum heldur að fólk geti tekið út ákveðinn hluta launa sinna í evrum, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins. Hann segir vangavelturnar tengdar því að fólk sé með langtímalán í erlendri mynt. Mjög dýrt er fyrir einstaklinga að standa gjaldeyrisvaktina, slíkt er fyrirtækjunum jú miklu tamara. Fyrirtækin gætu þá axlað það ef launamaðurinn vildi taka lán í evrum, bætir hann við. Með þessu segir Gylfi að lágmarka mætti gengisáhættu af því að taka húsnæðislán í erlendri mynt. Gylfi segir hins vegar varhugaverðara ef fólk færi að semja um evrulaun í einstaklingsbundnum samningum því sú staða gæti komið upp, vegna gengissveiflna, að laun fólks færu niður fyrir lögbundin lágmarkslaun. Málið er því ekki alveg einfalt, segir hann. Á ársfundi ASÍ í október verður umræða um kosti og galla krónunnar. Á því er engin launung að sveiflukenndur gjaldmiðill, eins og krónan er, og mistök sem gerð hafa verið í hagstjórn bitna mjög illilega á fólki. Grunnvextir eru 13,5 prósent, sem þýðir að fólk er að borga af venjulegum lánum frá 15 upp í 18 prósenta vexti. Það gefur auga leið að þetta hefur gríðarleg áhrif á afkomu okkar félagsmanna. Meðal fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands og fá tekjur sína að mestu erlendis frá er nú í gangi umræða um kosti þess að breyta skráningu hlutabréfa þeirra í Kauphöllinni úr krónum í evrur. Er það einnig sagt skref í þá átt að laða að erlenda fjárfesta.
Innlent Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum