Erlent

Rannsaka dánarorsök vændiskvenna

MYND/AP

Dánardómsstjórar í Suffolk komu saman í morgun til að skera úr um dánarorsök fjögurra af fórnarlömbum raðmorðingjans frá Ipswich. Enn er óvíst hvernig tvær þeirra dóu en vitað er að Anneli Alderton kafnaði og Paula Clennel lést vegna höfuðhöggs. Rannsókn á banameini fimmta fórnarlambsins hófst í síðustu viku.

Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar vegna gruns um aðildar að morðunum og hefur gæsluvarðhaldið yfir þeim báðum verið framlengt. Þeir þekktu báðir vændiskonurnar fimm og hvorugur hefur fjarvistarsönnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×