Erlent

Farsímar valda ekki heilaæxli

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Ekkert bendir til þess að farsímanotkun hafi í för með sér aukna hættu á heilaæxli eöa öðru krabbameini. Þetta kemur fram í nýjum rannsóknarniðurstöðum danska Krabbameinsfélagsins á farsímanotendum. Vísindamenn á vegum félagsins hafa fylgst með farsímanotendum í allt að 21 ár og sjá engin markverð tengsl á milli farsímanotkunar og krabbameins.

Orðrómur og hjátrú hafa verið á kreiki, þess efnis að örbylgjur sem fari í gegnum heilann þegar talað er í farsíma auki hættuna á heilaæxli. Fyrir þessu er hins vegar ekki fótur, samkvæmt niðurstöðum vísindamannanna, ekki einu sinni hjá þeim sem hafa átt og talað í farsíma í meira en 10 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×