Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Werder Bremen í Meistaradeildinni nú klukkan 19:45 en bein útsending frá leiknum hefst á Sýn klukkan 19:30. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin.
Barcelona: Valdés - Zambrotta, Puyol, Márquez, Van Bronckhorst - Motta, Iniesta, Deco - Giuly, Eiður Smári og Ronaldinho.
Bremen: Wiese - Fritz, Mertesacker, Naldo, Wome - Frings, Jensen, Diego, Borowski - Klose og Almeida.