Erlent

Engar sannanir fyrir því að Íran sé að þróa kjarnavopn

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. MYND/AP

Bandaríska leyniþjónustan hefur ekki fundið neinar sannanir fyrir því að Íran sé að reyna að þróa kjarnavopn. Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu sem blaðið New Yorker sagði frá í dag. Einnig kom fram að ráðamenn í Washington virtu þessa skýrslu að vettugi.

Greinin heldur því fram að bandaríska leyniþjónustan CIA hafi ekki fundið neinar sannanir fyrir því að Íranir séu að þróa kjarnavopn samhliða þeim kjarnorkuáætlunum sem þeir vinna að núna. Studdist leyniþjónustan við gervihnattamyndir sem og jarðvegsýni.

Hvíta húsið segir að greinin sé uppspuni og að fréttamaðurinn sem skrifi hana hafi einfaldlega rangt fyrir sér. Í greininni vitnar fréttamaðurinn meðal annars í ótilgreindan heimildarmann sem sagði að þó svo Bush hefði tapað þingkosningunum væri ennþá möguleiki á því að Bandaríkin myndu ráðast á Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×