Háhýsi í Laugarnesi 20. nóvember 2006 06:30 Norðan megin við Kleppsveginn er hugmyndin að byggja 124 þúsund fermetra háhýsabyggð. „Frá þessum húsum er frábært útsýni í norður til Esjunnar, til vesturs í átt að miðbæ Reykjavíkur, sem og í austur í átt að Mosfellsbæ,“ segja GP-arkitektar. MYND/Anton Til stendur að reisa fjórar sautján hæða íbúðablokkir við Laugarnesið í Reykjavík. Þar við hliðina og austur með Kleppsveginum er áætlað að byggja sex skrifstofuhús sem verða allt að fjórtán hæðir. Frumtillögur GP-arkitekta um þetta hafa verið til skoðunar í borgarkerfinu frá í haust. Samkvæmt þeim á að rífa vöruskemmurnar sem fyrir eru á svæðinu og byggja 84 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði og 40 þúsund fermetra af íbúðarhúsnæði „í háum gæðaflokki". Neðstu hæðir atvinnuhúsanna verða tengdar og á þar að vera ýmis þjónusta á borð við verslanir og veitingastaði. Brú yrði yfir Kleppsveginn fyrir fótgangandi. „Ef það gengur eftir að það komi göngubrú til að tengja Laugarneshverfið við þetta svæði þá bætir það mjög mikið alla þjónustu í hverfinu," segir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, formaður húsfélagsins á Kleppsvegi 2-6 og Laugarnesvegar 116-118. Sigrún segir að háhýsabyggðin hafi enn ekki verið rædd á vettvangi húsfélagsins. Sjálf sér hún ýmsa kosti. „Ég held að flestir séu sammála um að það verði gott að losna við allt þetta verksmiðjufargan og fá frekar blandaða íbúða- og þjónustubyggð. Við mundum til dæmis losna við Hringrás sem hefur verið alger þyrnir í okkar augum frá því kviknaði þar í og við þurftum öll að flytja burtu í sólarhring," segir Sigrún. Að sögn GP-arkitekta verður leitast við að skerða útsýni núverandi íbúa sem minnst. Og Sigrún telur að ekki muni mikið útsýni tapast: „Þeir sem eru vestanmegin í mínum stigagangi og á númer 4 og númer 2 missa í rauninni ekkert af þessu fallega vesturútsýni af því að Laugarnestanginn verður alltaf friðaður. Húsin blokkera Esjuna þegar litið er til austurs en eins og þetta er sett upp þá sér maður á milli þessara turna." Sigrún hefur þó áhyggjur af umferðarmálunum og áhrifum háhýsanna á vindafar. Magnús Jónsson veðurstofustjóri hafi bent á að hærri hús tækju niður sterkan vind í alls kyns hvirflum. „Það eru ofboðslegir vind-strengir sem koma með Esjunni. Við húsið hjá okkur er stundum ekki stætt í stífri norðanátt." Lóðirnar og fasteignirnar á þeim eru í eigu Faxaflóahafna og félags í eigu Bygg hf. Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Til stendur að reisa fjórar sautján hæða íbúðablokkir við Laugarnesið í Reykjavík. Þar við hliðina og austur með Kleppsveginum er áætlað að byggja sex skrifstofuhús sem verða allt að fjórtán hæðir. Frumtillögur GP-arkitekta um þetta hafa verið til skoðunar í borgarkerfinu frá í haust. Samkvæmt þeim á að rífa vöruskemmurnar sem fyrir eru á svæðinu og byggja 84 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði og 40 þúsund fermetra af íbúðarhúsnæði „í háum gæðaflokki". Neðstu hæðir atvinnuhúsanna verða tengdar og á þar að vera ýmis þjónusta á borð við verslanir og veitingastaði. Brú yrði yfir Kleppsveginn fyrir fótgangandi. „Ef það gengur eftir að það komi göngubrú til að tengja Laugarneshverfið við þetta svæði þá bætir það mjög mikið alla þjónustu í hverfinu," segir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, formaður húsfélagsins á Kleppsvegi 2-6 og Laugarnesvegar 116-118. Sigrún segir að háhýsabyggðin hafi enn ekki verið rædd á vettvangi húsfélagsins. Sjálf sér hún ýmsa kosti. „Ég held að flestir séu sammála um að það verði gott að losna við allt þetta verksmiðjufargan og fá frekar blandaða íbúða- og þjónustubyggð. Við mundum til dæmis losna við Hringrás sem hefur verið alger þyrnir í okkar augum frá því kviknaði þar í og við þurftum öll að flytja burtu í sólarhring," segir Sigrún. Að sögn GP-arkitekta verður leitast við að skerða útsýni núverandi íbúa sem minnst. Og Sigrún telur að ekki muni mikið útsýni tapast: „Þeir sem eru vestanmegin í mínum stigagangi og á númer 4 og númer 2 missa í rauninni ekkert af þessu fallega vesturútsýni af því að Laugarnestanginn verður alltaf friðaður. Húsin blokkera Esjuna þegar litið er til austurs en eins og þetta er sett upp þá sér maður á milli þessara turna." Sigrún hefur þó áhyggjur af umferðarmálunum og áhrifum háhýsanna á vindafar. Magnús Jónsson veðurstofustjóri hafi bent á að hærri hús tækju niður sterkan vind í alls kyns hvirflum. „Það eru ofboðslegir vind-strengir sem koma með Esjunni. Við húsið hjá okkur er stundum ekki stætt í stífri norðanátt." Lóðirnar og fasteignirnar á þeim eru í eigu Faxaflóahafna og félags í eigu Bygg hf.
Innlent Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira