
Innlent
Getur vitjað hassmola á lögreglustöð

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmsu að snúast um helgina við að aðstoða fólk vegna ölvunarástands þess og vegna annarra atvika. Fram kemur á vef hennar að eitt fíkniefnamál hafi komið en einhver lánsamur fíkniefnaneytandi, eins og það er orðað, hafi gleymt hassmola sínum á borði inni á veitingastaðnum Lundanum. Starfsmaður Lundans, sem fann molann, kom honum í vörslu lögreglu. Viðkomandi fíkniefnaneytandi getur vitjað molans á lögreglustöðinni.