Listaverk RÚV eru metin á 52 milljónir 19. júlí 2006 07:45 verðmætasta verk ríkisútvarpsins Málverkið Sumardagur í sveit eftir Gunnlaug Scheving er samkvæmt mati forvarðar verðmetið á 16 milljónir króna. MYND/Stefán Listaverk í eigu Ríkisútvarpsins eru metin á rúmlega 52 milljónir króna, samkvæmt mati sem Hilmar Einarsson, forvörður í Morkinskinnu, vann fyrir nefnd á vegum Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda. Nefndin vinnur að mati á eignum ríkisútvarpsins en þeirri vinnu er ekki lokið ennþá. Hilmar telur rétt að finna verkunum stað á Listasafni Íslands. „Ég tel að sum þessara verka, þá sérstaklega verkin eftir Gunnlaug Scheving, þurfi að setja upp á Listasafni Íslands. Það skiptir miklu máli að verkin séu á stað þar sem þau skemmast ekki og njóta sín vel. Söfnin uppfylla þessi skilyrði best og það væri því eðlilegast að koma þessum verkum fyrir á safni.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri segir ónauðsynlegt að koma listaverkunum fyrir á safni. Hann telur menningarlegt hlutverk RÚV minnka ef verkin fái ekki að vera áfram á veggjum í húsnæði RÚV. „Listaverkin eru hluti af ásjónu Ríkisútvarpsins og menningarlegt gildi þeirra fyrir stofnunina er dýrmætt og mikilvægt. Ég sé ekki ástæðu til þess að koma verkunum fyrir á safni þar sem þau eru hluti af þeirri ásýnd sem ríkisútvarp þarf að hafa.“ Verkin hanga uppi á vegg í húsnæði Ríkisútvarpsins. Verk Gunnlaugs Scheving, Sumardagur í sveit, er samkvæmt matinu dýrasta verkið en það er metið á sextán milljónir króna. Aðrar tvær myndir eftir Gunnlaug, sem tilheyra myndaröð er nefnist Sjávarútvegur, eru metnar á tólf milljónir króna hvor. Önnur verk í eigu RÚV eru nokkuð verðminni, samkvæmt mati Hilmars. Verkið Útvarp eftir Kjarval er metið á 1,8 milljónir króna, en verk eftir Þorvald Skúlason og Guðrúnu Kristjánsdóttur, tvö talsins, á rúmlega eina milljón. Innlent Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Listaverk í eigu Ríkisútvarpsins eru metin á rúmlega 52 milljónir króna, samkvæmt mati sem Hilmar Einarsson, forvörður í Morkinskinnu, vann fyrir nefnd á vegum Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda. Nefndin vinnur að mati á eignum ríkisútvarpsins en þeirri vinnu er ekki lokið ennþá. Hilmar telur rétt að finna verkunum stað á Listasafni Íslands. „Ég tel að sum þessara verka, þá sérstaklega verkin eftir Gunnlaug Scheving, þurfi að setja upp á Listasafni Íslands. Það skiptir miklu máli að verkin séu á stað þar sem þau skemmast ekki og njóta sín vel. Söfnin uppfylla þessi skilyrði best og það væri því eðlilegast að koma þessum verkum fyrir á safni.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri segir ónauðsynlegt að koma listaverkunum fyrir á safni. Hann telur menningarlegt hlutverk RÚV minnka ef verkin fái ekki að vera áfram á veggjum í húsnæði RÚV. „Listaverkin eru hluti af ásjónu Ríkisútvarpsins og menningarlegt gildi þeirra fyrir stofnunina er dýrmætt og mikilvægt. Ég sé ekki ástæðu til þess að koma verkunum fyrir á safni þar sem þau eru hluti af þeirri ásýnd sem ríkisútvarp þarf að hafa.“ Verkin hanga uppi á vegg í húsnæði Ríkisútvarpsins. Verk Gunnlaugs Scheving, Sumardagur í sveit, er samkvæmt matinu dýrasta verkið en það er metið á sextán milljónir króna. Aðrar tvær myndir eftir Gunnlaug, sem tilheyra myndaröð er nefnist Sjávarútvegur, eru metnar á tólf milljónir króna hvor. Önnur verk í eigu RÚV eru nokkuð verðminni, samkvæmt mati Hilmars. Verkið Útvarp eftir Kjarval er metið á 1,8 milljónir króna, en verk eftir Þorvald Skúlason og Guðrúnu Kristjánsdóttur, tvö talsins, á rúmlega eina milljón.
Innlent Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira