Ehud Olmert hvetur til friðar 28. nóvember 2006 02:00 Forsætisráðherra Ísraels bauð Palestínumönnum að koma aftur að friðarsamningaborðum í gær, svo fremi sem þeir fallist á kröfur hans. MYND/AP Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, bauð Palestínumönnum í stefnuræðu sinni í gær víðtækar friðarviðræður, hverfi þeir frá ofbeldi. Jafnframt sagði hann að slíkar viðræður við Ísraela myndu gera Palestínumönnum kleift að mynda sjálfstætt ríki á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu. Olmert talaði beint til Palestínumanna og lofaði að fækka eftirlitsstöðvum, greiða skatta Palestínumanna sem Ísrael hefur haldið síðan leiðtogar Hamas-hreyfingarinnar voru kosnir til valda í þingkosningum Palestínumanna í janúar, og að leysa fanga úr haldi, komi til alvarlegra friðarviðræðna. Jafnframt myndu Ísraelar þá yfirgefa Vesturbakkann og hernumin svæði. „Ég rétti palestínskum nágrönnum okkar hönd mína í friði og vona að ég komi ekki tómhentur til baka,“ sagði Olmert. „Við getum ekki breytt fortíðinni og við munum ekki geta endurheimt fórnarlömbin beggja vegna landamæranna. Allt sem við getum gert í dag er að koma í veg fyrir frekari harmleiki.“ Þó verða Palestínumenn að velja sér nýja hófsama ríkisstjórn sem væri tilbúin til að fylgja friðaráætlun sem Bandaríkjamenn styðja, sem og að leysa ísraelskan hermann úr haldi, en gíslataka hans var uppspretta átakanna í sumar. Fyrr kemur Olmert ekki til þessara „alvöru, opnu, heiðarlegu, einlægu viðræðna“, sagði hann. Friðarumleitanir Ísraela og Palestínumanna hafa legið niðri mánuðum saman, eða frá umræddum kosningum. Þótt leiðtogar Hamas-samtakanna hafi verið lýðræðislega kosnir á þing hafa Ísraelar neitað að eiga samskipti við þá, enda er eitt af takmörkum samtakanna að eyða Ísrael. Tilboð Olmerts um að hefja aftur friðarumleitanir kom degi eftir að vopnahlé milli Hamas-liða og Ísraela hófst á Gaza-svæðinu, sem ætlað er að binda enda á fimm mánaða átök. Yfir 300 Palestínumenn hafa látist í átökunum seinustu mánuði, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar. Einnig hafa fimm Ísraelar farist. Talsmaður palestínska ráðuneytisins sagði þingmenn taka tilboði Olmerts með fyrirvara. „Þetta er samsæri. Þetta er nýtt herbragð. Olmert talar um palestínska ríkið án þess að gefa upplýsingar um landamærin,“ sagði Ghazi Hamad, talsmaður stjórnarinnar. Erlent Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, bauð Palestínumönnum í stefnuræðu sinni í gær víðtækar friðarviðræður, hverfi þeir frá ofbeldi. Jafnframt sagði hann að slíkar viðræður við Ísraela myndu gera Palestínumönnum kleift að mynda sjálfstætt ríki á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu. Olmert talaði beint til Palestínumanna og lofaði að fækka eftirlitsstöðvum, greiða skatta Palestínumanna sem Ísrael hefur haldið síðan leiðtogar Hamas-hreyfingarinnar voru kosnir til valda í þingkosningum Palestínumanna í janúar, og að leysa fanga úr haldi, komi til alvarlegra friðarviðræðna. Jafnframt myndu Ísraelar þá yfirgefa Vesturbakkann og hernumin svæði. „Ég rétti palestínskum nágrönnum okkar hönd mína í friði og vona að ég komi ekki tómhentur til baka,“ sagði Olmert. „Við getum ekki breytt fortíðinni og við munum ekki geta endurheimt fórnarlömbin beggja vegna landamæranna. Allt sem við getum gert í dag er að koma í veg fyrir frekari harmleiki.“ Þó verða Palestínumenn að velja sér nýja hófsama ríkisstjórn sem væri tilbúin til að fylgja friðaráætlun sem Bandaríkjamenn styðja, sem og að leysa ísraelskan hermann úr haldi, en gíslataka hans var uppspretta átakanna í sumar. Fyrr kemur Olmert ekki til þessara „alvöru, opnu, heiðarlegu, einlægu viðræðna“, sagði hann. Friðarumleitanir Ísraela og Palestínumanna hafa legið niðri mánuðum saman, eða frá umræddum kosningum. Þótt leiðtogar Hamas-samtakanna hafi verið lýðræðislega kosnir á þing hafa Ísraelar neitað að eiga samskipti við þá, enda er eitt af takmörkum samtakanna að eyða Ísrael. Tilboð Olmerts um að hefja aftur friðarumleitanir kom degi eftir að vopnahlé milli Hamas-liða og Ísraela hófst á Gaza-svæðinu, sem ætlað er að binda enda á fimm mánaða átök. Yfir 300 Palestínumenn hafa látist í átökunum seinustu mánuði, þar af fjölmargir óbreyttir borgarar. Einnig hafa fimm Ísraelar farist. Talsmaður palestínska ráðuneytisins sagði þingmenn taka tilboði Olmerts með fyrirvara. „Þetta er samsæri. Þetta er nýtt herbragð. Olmert talar um palestínska ríkið án þess að gefa upplýsingar um landamærin,“ sagði Ghazi Hamad, talsmaður stjórnarinnar.
Erlent Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent