Erlent

Hamas ætla að sniðganga kosningar

MYND/AP

Hamas samtökin ætla að sniðganga kosningar sem haldnar verða fyrr en kjörtímabilinu lýkur. Kahled Meshaal, einn af leiðtogum Hamas-samtakanna, segir aðgerðir forseta Palestínu þess efnis að boða til kosninga innan skamms ólöglegar.

Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hét í dag að standa við yfirlýsingar sínar um að halda kosningar innan skamms í Palestínu á sama tíma og vopnahlé milli öryggisveita hans og stjórnar Hamas-samtakanna hangir á bláþræði.

Einn meðlimur Fatah-hreyfingarinnar lét lífið í dag og að minnsta kosti þrettán særðust í átökum milli Fatah og Hamas á Gaza-svæðinu í dag.

Vopnaðir meðlimir Hamas rændu í dag Sufian Abu Zaida, háttsettum embættismanni í Fatha-hreyfingunni og fyrrverandi ráðherra, en leystu hann úr haldi nokkrum klukkustundum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×