Deilt um hvort úrskurður ógildi rannsókn 18. desember 2006 18:45 Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, væru vanhæfir og skyldu víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm manna tengdum Baugi. Lögmaður eins fimmmenninganna telur úrskurðurinn ónýta rannsóknina en því er dómurinn ekki sammála. Fimm aðilar tengdir Baugi fyrr og nú höfðuðu í síðasta mánuði mál á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sögðu þá vanhæfa til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna. Aðalkrafa fimmmenninganna var sú að rannsókn ríkislögreglustjóra yrði úrskurðuð ólögmæt en til vara að Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, yfirmanni efnahagsbrotadeildar, yrði gert að víkja sæti við rannsókn málsins. Máli sínu til stuðnings vísuðu fimmmeninningarnir meðal annars til þess að Haraldur og Jón hefðu með ummælum sínum í fjölmiðlum myndað sér skoðun á sekt þeirra og sjálfir lýst sig vanhæfa til þess að fara með málið. Þar var meðal annars vísað til orða Ríkislögreglustjóra þann 11. nóvember 2005 sem birtust í fréttum Stöðvar 2 í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu. Þar sagði Haraldur: „Það má með rökum halda því fram að ríkislögreglustjóraembættið sé orðið of involverað í þetta mál til þess að geta litið hlutlaust á þær ákvarðanir sem þarf að taka í framhaldinu og þess vegna tel ég rétt að nýr aðili komi að þessu máli."Það er með þessum orðum sem Héraðsdómur telur að ríkislögreglustjóri hafi gert sig vanhæfan til að fara með rannsókn meintra skattalagabrota Baugsmanna. Samkvæmt lögreglulögum sé Jón þá einnig vanhæfur.Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segist líta svo á að afleiðing þessa úrskurðar sé sú að það verði ekkert byggt eitt eða neitt á þeirri rannsókn sem fram hafi farið hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra undir stjórn þessara tileknu manna alveg frá 2003/2004 varðandi þennan þátt málsins.Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra segist ekki sammála þessari túlkun og segir dóminn það ekki heldur því hann hafi því að það beri að hætta rannsókninni. Þvert ámóti telji dómurinn að rannsóknmin standi og það megi halda henni áfram. Baugsmálið Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að bæði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, væru vanhæfir og skyldu víkja sæti við rannsókn á meintum skattalagabrotum fimm manna tengdum Baugi. Lögmaður eins fimmmenninganna telur úrskurðurinn ónýta rannsóknina en því er dómurinn ekki sammála. Fimm aðilar tengdir Baugi fyrr og nú höfðuðu í síðasta mánuði mál á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og sögðu þá vanhæfa til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum fimmmenninganna. Aðalkrafa fimmmenninganna var sú að rannsókn ríkislögreglustjóra yrði úrskurðuð ólögmæt en til vara að Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Jóni H. B. Snorrasyni, yfirmanni efnahagsbrotadeildar, yrði gert að víkja sæti við rannsókn málsins. Máli sínu til stuðnings vísuðu fimmmeninningarnir meðal annars til þess að Haraldur og Jón hefðu með ummælum sínum í fjölmiðlum myndað sér skoðun á sekt þeirra og sjálfir lýst sig vanhæfa til þess að fara með málið. Þar var meðal annars vísað til orða Ríkislögreglustjóra þann 11. nóvember 2005 sem birtust í fréttum Stöðvar 2 í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu. Þar sagði Haraldur: „Það má með rökum halda því fram að ríkislögreglustjóraembættið sé orðið of involverað í þetta mál til þess að geta litið hlutlaust á þær ákvarðanir sem þarf að taka í framhaldinu og þess vegna tel ég rétt að nýr aðili komi að þessu máli."Það er með þessum orðum sem Héraðsdómur telur að ríkislögreglustjóri hafi gert sig vanhæfan til að fara með rannsókn meintra skattalagabrota Baugsmanna. Samkvæmt lögreglulögum sé Jón þá einnig vanhæfur.Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segist líta svo á að afleiðing þessa úrskurðar sé sú að það verði ekkert byggt eitt eða neitt á þeirri rannsókn sem fram hafi farið hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra undir stjórn þessara tileknu manna alveg frá 2003/2004 varðandi þennan þátt málsins.Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra segist ekki sammála þessari túlkun og segir dóminn það ekki heldur því hann hafi því að það beri að hætta rannsókninni. Þvert ámóti telji dómurinn að rannsóknmin standi og það megi halda henni áfram.
Baugsmálið Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira