Byrgið ætlar í meiðyrðamál 18. desember 2006 17:00 MYND/Gunnar Forsvarsmenn meðferðarheimilisins Byrgisins ætla að höfða meiðyrðamál fyrir dómstólum gegn Stöð 2 vegna umfjöllunar sjónvarpsþáttarins Kompás í gærkvöldi um Guðmund Jónsson, forstöðumann heimilisins. Hilmar Baldursson, héraðsdómslögmaður, sagði í samtali við fréttastofuna í dag, að hann myndi væntanlega á morgun leggja fram kæru á stöðina fyrir hönd stjórnar Byrgisins. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og læknir meðferðarheimilisins Byrgisins, segir þær ásakanir sem komu fram á hendur forstöðumanni þess, Guðmundi Jónssyni í þættinum Kompás í gær, vera reiðarslag. En umfjöllun þáttarins um Byrgið er ekki næg ástæða til sérstakrar rannsóknar segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaðurinn á Selfossi. Hann segir engar kvartanir eða kærur hafa borist og því sé ekki sjáanlegur grundvöllur til rannsóknar enda vísi Guðmundur í Byrginu öllum ásökunum á bug. Það kom fram í þættinum, Guðmundur Jónsson hefði samkvæmt fjölda vitna ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið röskar 200 milljónir króna í opinbera styrki síðustu ár og verið með þjónustusamning við Fangelsismálastofnun um meðferð fanga. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir að sannleiksgildi ásakananna í gærkvöldi verði kannað og í kjölfarið tekin ákvörðun um framhald samningsins. Ríkið keypti húsnæðið að Efri- Brú undir starfsemina á 118 milljónir. Eftir því sem næst verður komist er ekkert opinbert eftirlit með faglegri starfsemi Byrgisins. Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumaður Götusmiðjunnar (þekktur sem Mummi í Mótorsmiðjunni) taldi þörf á að senda frá sér yfirlýsingu í dag til að fyrirbyggja, að honumn verði ruglað saman við forstöðumann Byrgisins, Guðmund Jónsson. Yfirslýsingin er eftirfarandi: "Í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kompáss í gærkvöldi um ásakanir um meinta hegðun forstöðumanns Byrgisins, Guðmundar Jónssonar, telur Götusmiðjan brýna nauðsyn að leiðrétta þann misskilning að ekki er um Götusmiðjuna að ræða né heldur forstöðumann hennar, Guðmund Tý Þórarinsson. Í gegnum tíðina virðist þessum tveim fyrirtækjum, Götusmiðjunni og Byrginu, hafa verið ruglað saman. Tekið skal fram að engin tengsl eru á milli fyrirtækjanna né forstöðumanna þeirra, Guðmundar Jónssonar og Guðmundar Týs Þórarinssonar. Í þessari yfirlýsingu felst engin afstaða undirritaðs um meint brot eða hegðun Guðmundar Jónssonar, forstöðumanns Byrgisins." Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Forsvarsmenn meðferðarheimilisins Byrgisins ætla að höfða meiðyrðamál fyrir dómstólum gegn Stöð 2 vegna umfjöllunar sjónvarpsþáttarins Kompás í gærkvöldi um Guðmund Jónsson, forstöðumann heimilisins. Hilmar Baldursson, héraðsdómslögmaður, sagði í samtali við fréttastofuna í dag, að hann myndi væntanlega á morgun leggja fram kæru á stöðina fyrir hönd stjórnar Byrgisins. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir og læknir meðferðarheimilisins Byrgisins, segir þær ásakanir sem komu fram á hendur forstöðumanni þess, Guðmundi Jónssyni í þættinum Kompás í gær, vera reiðarslag. En umfjöllun þáttarins um Byrgið er ekki næg ástæða til sérstakrar rannsóknar segir Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaðurinn á Selfossi. Hann segir engar kvartanir eða kærur hafa borist og því sé ekki sjáanlegur grundvöllur til rannsóknar enda vísi Guðmundur í Byrginu öllum ásökunum á bug. Það kom fram í þættinum, Guðmundur Jónsson hefði samkvæmt fjölda vitna ítrekað tælt skjólstæðinga sína til kynlífsathafna. Byrgið hefur fengið röskar 200 milljónir króna í opinbera styrki síðustu ár og verið með þjónustusamning við Fangelsismálastofnun um meðferð fanga. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir að sannleiksgildi ásakananna í gærkvöldi verði kannað og í kjölfarið tekin ákvörðun um framhald samningsins. Ríkið keypti húsnæðið að Efri- Brú undir starfsemina á 118 milljónir. Eftir því sem næst verður komist er ekkert opinbert eftirlit með faglegri starfsemi Byrgisins. Guðmundur Týr Þórarinsson, forstöðumaður Götusmiðjunnar (þekktur sem Mummi í Mótorsmiðjunni) taldi þörf á að senda frá sér yfirlýsingu í dag til að fyrirbyggja, að honumn verði ruglað saman við forstöðumann Byrgisins, Guðmund Jónsson. Yfirslýsingin er eftirfarandi: "Í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kompáss í gærkvöldi um ásakanir um meinta hegðun forstöðumanns Byrgisins, Guðmundar Jónssonar, telur Götusmiðjan brýna nauðsyn að leiðrétta þann misskilning að ekki er um Götusmiðjuna að ræða né heldur forstöðumann hennar, Guðmund Tý Þórarinsson. Í gegnum tíðina virðist þessum tveim fyrirtækjum, Götusmiðjunni og Byrginu, hafa verið ruglað saman. Tekið skal fram að engin tengsl eru á milli fyrirtækjanna né forstöðumanna þeirra, Guðmundar Jónssonar og Guðmundar Týs Þórarinssonar. Í þessari yfirlýsingu felst engin afstaða undirritaðs um meint brot eða hegðun Guðmundar Jónssonar, forstöðumanns Byrgisins."
Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira