Erlent

Átök milli lögreglu og mótmælenda í Kaupmannahöfn

Einn mótmælendanna var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús.
Einn mótmælendanna var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. MYND/Pjetur

Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Kaupmannahöfn í dag. Fólkið vildi með mótmælunum sýna andstöðu við það að unglingahúsi í Nørrebro í Kaupmannahöfn verði lokað.

Fréttavefur sjónvarpsstöðvarinnar TV2 greinir frá þessu en einn mótmælendanna var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Mótmælendurnir köstuðu steinum og öðru í lögreglu sem svaraði með því að beita táragasi á hópinn.

Talið er að um tvö hundruð manns hafi tekið þátt í mótmælunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×