Erlent

Sleppt eftir vist í Guantanamo fangabúðunum

MYND/AP

Sjö Afganar komu til heimalands síns í dag eftir nokkurra ára vist í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu. Á fréttamannafundi í dag lýstu þeir yfir sakleysi sínu og reiði gagnvart bandarískum stjórnvöldum. Einn manna sagðist hafa verið þvingaður til að ganga til liðs við Talibana og annar að hann hefði verið handtekinn fyrir það eitt að vera múslimi.

Fjörtíu og sjö afgönskum föngum hefur verið sleppt úr fangabúðunum í Guantanamo frá árinu 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×