Erlent

Vonast til að yfirlýsing Abbas lægi öldur

MYND/Reuters

Stjórnvöld í Bandaríkjunum vonast til þess að yfirlýsing Mahmoud Abbas forseta Palestínu, um boða fljótlega til kosninga, lægi öldu ofbeldis sem ríkt hefur á svæði og stuðli að friði.

Mahmoud Abbas forseti Palestínu sagði í ræðu í morgun að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á róstunum sem nú ríkja á heimastjórnarsvæðunum. Hann hótaði að leysa ríkisstjórnina frá völdum og lét að því liggja að þing- og forsetakosningar væru á næsta leiti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×