Fótbolti

Schalke upp að hlið Bremen

Kevin Kuranyi skoraði annað mark Schalke í dag
Kevin Kuranyi skoraði annað mark Schalke í dag NordicPhotos/GettyImages
Schalke komst í dag upp að hlið Werder Bremen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið lagði granna sína í Dortmund 3-1. Kevin Kuranyi, Peter Lovenkrands og Christian Pander skoruðu mörk Schalke sem hefur 33 stig á toppnum líkt og Bremen. Ein umferð er nú eftir af þýsku úrvalsdeildinni fyrir vetrarhlé.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×