Erlent

Quebecsk erfðagreining

MYND/Getty

Líkt og Íslendingar, eru íbúar Quebec-héraðs komnir af nokkrum fjölskyldum, sem fluttu frá Frakklandi til Quebec í Kanada. Erfðafræðingar telja að erfamengi Quebec-búa í Kanada geti af þessum ástæðum hentað vel til erfðarannsókna og hugsa sér gott til glóðarinnar að þróa lyf og læknismeðferðir út frá rannsóknum í Quebec.

Líftæknifyrirtæki í Montréal hyggst nú gera rannsóknir á erfðamengi afkomenda hinna 2.600 fjölskyldna sem fluttust til Kanada fyrir rúmum 250-400 árum og telur að horfurnar séu góðar til að finna lækningu við ýmsum arfgengum sjúkdómum.

Frakkar komu fyrst til Quebec árið 1608 en héraðið varð bresk nýlenda árið 1763.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×