Erlent

Bush vill ekki tala við Írana eða Sýrlendinga

Leiðtogarnir á sameiginlegum blaðamannafundi í dag.
Leiðtogarnir á sameiginlegum blaðamannafundi í dag. MYND/AP

Bush Bandaríkjaforseti vill ekki sjá viðræður við Íran og Sýrland á næstunni, eftir fund hans með Blair, forsætisráðherra Bretlands, í Hvíta húsinu í dag. Leiðtogarnir tveir voru sammála um að stefnubreytingar væri þörf í Írak en voru ekki yfir sig hrifnir af að vingast við gamla fjandmenn.

Á sameiginlegum blaðamannafundi í dag sögðu þeir að Íranar og Sýrlendingar þyrftu fyrst að sanna að þeir styddu lýðræðislega kjörna ríkisstjórn í Írak og að þeir myndu ekki lengur styðja við bakið á hryðjuverkamönnum.

Blair sagði þjóðir Miðausturlanda hafa tvo valkosti: annað hvort kysu þær einræði, hvort sem er byggt á trúarlegum forsendum eða veraldlegum, hins vegar gætu þær "kosið að njóta sama lýðræðis og við höfum í hávegum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×