Erlent

Vitnaleiðslur um dauða Díönu fyrir opnum dyrum

Vitnaleiðslur fyrir réttarrannsókn á dauða Díönu prinsessu af Wales munu fara fram fyrir opnum dyrum, samkvæmt kröfu Mohameds al Fayeds, föður Dodis al Fayeds, sem einnig lést í slysinu. Þar verður ákveðið hvenær réttarhöld hefjast, sem og hvort dauðsföll Dodis og Díönu verða rannsökuð saman eða í sitt hvoru lagi.

Vitnaleiðslurnar fara fram 8. og 9. janúar. Mohamed al Fayed leggur mikið upp úr því að almenningur fái að fylgjast með réttarhöldunum og fái að vita hvað olli dauða Díönu og Dodis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×