Erlent

Tveir úkraínskir ráðherrar látnir fjúka

Úkraínska þingið samþykkti í dag vantraustsstillögu með öruggum meirihluta bæði á utanríkisráðherrann Borys Tarasyuk og innanríkisráðherrann Yuri Lutsenko. Báðir eru þeir nánir samstarfsmenn Yuschenkos forseta, en forsetinn og appelsínugula byltingin hans hafa glatað mestu af þeim vinsældum sem kom Yuschenko til valda árið 2004.

Mikil átök hafa verið undanfarna mánuði milli forsetans annars vegar og þingsins og ríkisstjórnar Yanukovich hins vegar. Tarasyuk utanríkisráðherra hefur átt mestan þátt í utanríkisstefnu forsetans, sem hefur viljað færa fyrrum Sovét-lýðveldið nær Vesturlöndum. Lutsenko var einn lykilmaðurinn í appelsínugulu byltingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×