Niðurskurður og sumarlokanir hjá SHA 23. nóvember 2006 10:59 Stjórnendur Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar (SHA) á Akranesi undirbúa nú aðgerðir til þess að bregðast við hallarekstri á undanförnum tveimur árum. Frá þessu er greint á Fréttavef Skessuhorns. Óskir um aukin fjárframlög hafa engar undirtektir hlotið og því má nú búast við fækkun aðgerða og sumarlokunum deilda. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA, segir í samtali við Skessuhorn, að fækkun starfsfólks sé síðasta úrræðið sem gripið verður til. Á sama tíma og ekki er orðið við fjárveitingarbeiðnum SHA er öðrum heilbrigðisstofnunum veittar hundruðir milljóna á fjáraukalögum vegna hallareksturs. Á þessu ári stefnir í að hallinn verði 42-43 milljónir króna og 67 milljóna króna halli varðaf rekstri SHA á síðasta ári. Í fjáraukalögum ársins 2006 sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi er ekki gert ráð fyrir fjárframlögum til þess að mæta hallarekstri SHA. Á sama tíma er lagt til að veittar verði 120 milljónir króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 1.000 milljónum til Landspítala-háskólasjúkrahúss, 93,6 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, 144,7 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, 167,2 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og 73,2 milljónir króna til St. Jósefsspítala í Hafnarfirði auk fjárveitinga til minni heilbrigðisstofnana. Allar eru þessar fjárveitingar ætlaðar til þess að mæta aukinni þörf á rekstrarfjármagni. Þá má nefna að í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs er bætt 100 milljónum króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Guðjón Brjánsson segir í samtali við Skessuhorn að á undanförnum mánuðum hafi vandi SHA verið kynntur fyrir heilbrigðisyfirvöldum, fjárveitinganefnd og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þannig að vandi stofnunarinnar sé öllum ljós. Niðurstaðan sé hins vegar sú að ekki er lagt til aukið fjármagn til rekstursins og það séu skýr skilaboð til stjórnenda hennar. Því standi stjórnendur nú frammi fyrir því að þurfa að bregast við og nú séu tillögur í því efni í mótun. Á árinu 2004 fékk SHA hvatningarverðlaun fjármálaráðuneytisins í tengslum við útnefningu fyrirmyndarstofnunar í ríkisrekstri og var það í fyrsta skipti sem heilbrigðisstofnun kom til álita í þessu sambandi. Aðspurður hvort að bættur rekstur stofnunarinnar sé nú að koma í bakið á þeim sem þurfa að nýta þjónustu hennar með minnkandi fjárframlögum á sama tíma og öðrum stofnunum eru veittar ríflegar aukafjárveitingar vill Guðjón ekki tjá sig. Fjárveitingarvaldið ráði ferðinni og stjórnendur SHA telji sig þurfa að fara að fjárlögum og því þurfi nú að bregðast við að óbreyttu. Heilbrigðismál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Stjórnendur Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar (SHA) á Akranesi undirbúa nú aðgerðir til þess að bregðast við hallarekstri á undanförnum tveimur árum. Frá þessu er greint á Fréttavef Skessuhorns. Óskir um aukin fjárframlög hafa engar undirtektir hlotið og því má nú búast við fækkun aðgerða og sumarlokunum deilda. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA, segir í samtali við Skessuhorn, að fækkun starfsfólks sé síðasta úrræðið sem gripið verður til. Á sama tíma og ekki er orðið við fjárveitingarbeiðnum SHA er öðrum heilbrigðisstofnunum veittar hundruðir milljóna á fjáraukalögum vegna hallareksturs. Á þessu ári stefnir í að hallinn verði 42-43 milljónir króna og 67 milljóna króna halli varðaf rekstri SHA á síðasta ári. Í fjáraukalögum ársins 2006 sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi er ekki gert ráð fyrir fjárframlögum til þess að mæta hallarekstri SHA. Á sama tíma er lagt til að veittar verði 120 milljónir króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 1.000 milljónum til Landspítala-háskólasjúkrahúss, 93,6 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, 144,7 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, 167,2 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og 73,2 milljónir króna til St. Jósefsspítala í Hafnarfirði auk fjárveitinga til minni heilbrigðisstofnana. Allar eru þessar fjárveitingar ætlaðar til þess að mæta aukinni þörf á rekstrarfjármagni. Þá má nefna að í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs er bætt 100 milljónum króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Guðjón Brjánsson segir í samtali við Skessuhorn að á undanförnum mánuðum hafi vandi SHA verið kynntur fyrir heilbrigðisyfirvöldum, fjárveitinganefnd og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þannig að vandi stofnunarinnar sé öllum ljós. Niðurstaðan sé hins vegar sú að ekki er lagt til aukið fjármagn til rekstursins og það séu skýr skilaboð til stjórnenda hennar. Því standi stjórnendur nú frammi fyrir því að þurfa að bregast við og nú séu tillögur í því efni í mótun. Á árinu 2004 fékk SHA hvatningarverðlaun fjármálaráðuneytisins í tengslum við útnefningu fyrirmyndarstofnunar í ríkisrekstri og var það í fyrsta skipti sem heilbrigðisstofnun kom til álita í þessu sambandi. Aðspurður hvort að bættur rekstur stofnunarinnar sé nú að koma í bakið á þeim sem þurfa að nýta þjónustu hennar með minnkandi fjárframlögum á sama tíma og öðrum stofnunum eru veittar ríflegar aukafjárveitingar vill Guðjón ekki tjá sig. Fjárveitingarvaldið ráði ferðinni og stjórnendur SHA telji sig þurfa að fara að fjárlögum og því þurfi nú að bregðast við að óbreyttu.
Heilbrigðismál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira