Erlent

Dýr yrðu bæði brjóstin á Janet Jackson

Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna hefur sektað sjónvarpsstöðina CBS um þrjátíu milljónir króna vegna þess að annað brjóst söngkonunnar Janet Jackson sást í sekúndubrot í útsendingu árið 2004.

Jackson var ásamt Justin Timberlake að syngja við upphaf úrslitaleiks í hafnabolta. Timberlake togaði eitthvað í yfirhöfn hennar með þeim afleiðingum að annað brjóstið poppaði fram. Það var samstundis skipt yfir á aðra myndavél, en eitt andartak sást brjóstið á söngkonunni.

CBS neitar að borga sektina, þar sem þetta hafi verið hreint óhapp. Fjarskiptastofnunin er móðguð mjög og segir að sjónvarpsstöðin virðist áfram ætla að leiða það hjá sér að milljónum áhorfenda og stjórnmálamanna hafi þótt framkoma Janet Jackson ósiðsamleg.

Um þetta er barist, fyrir dómstólum, þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×