Erlent

Höfuðborg Kýpur loks laus við sprengjur

Kýpverjar fögnuðu í dag þegar höfuðborg þeirra, Níkósía, var jarðsprengjuleit var loks hætt í borginni og hún lýst sprengjulaus. Leitað hefur verið að jarðsprengjum í borginni í rúma þrjá áratugi, allt frá stríðinu árið 1974, sem varð til þess að eyjunni var skipt í tvennt. En markmiðið sem náðist í dag er aðeins áfangasigur á leiðinni að því að sprengjuhreinsa alla eyjuna.

Sprengjuleitarmenn vinna enn að því að hreinsa hlutlausa svæðið sem skilur að gríska hluta Kýpur og tyrkneska hlutann, sem er leifar frá tyrknesku innrásinni árið 1974. Það er um 180 kílómetrar að lengd, frá norðri til suðurs. Þessu hlutlausa belti er stjórnað af friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna.

Síðustu tvær sprengjurnar voru sprengdar við andakt á auðu svæði við flugvöllinn í Nikósíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×