Erlent

Sögulegir friðarsamningar í Nepal

Skæruliðar úr röðum maóista skila vopnum sínum til Sameinuðu þjóðanna samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið við ríkisstjórn Nepal.
Skæruliðar úr röðum maóista skila vopnum sínum til Sameinuðu þjóðanna samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið við ríkisstjórn Nepal. MYND/AP

Stjórnvöld í Nepal skrifuðu í dag undir friðarsamninga við skæruliða maóista sem marka eiga endalok tíu ára borgarastyrjarldar í landinu. Samkvæmt samningnum munu maóistar fá aðild að bráðabirgðaríkisstjórn sem skipuð verður í landinu og hafa þeir því ekki lengur stöðu uppreisnarmanna. Jafnframt verður Sameinuðu þjóðunum falið að fylgjast með vopnabúri maóista.

Stjórnmálaskýrendur segja samkomulagið sögulegt enda sé með því bundinn endi á áratugarblóðbað sem kostað hefur yfir 13 þúsund manns lífið. Maóistar og ríkisstjórn landsins samþykktu vopnahlé fyrir hálfu ári og hvöttu um leið konung landsins Gyanendra að endurreisa þingið og lýðræði í landinu og má segja að samkomulagið staðfesti vopnahléð.

Bæði forsætisráðherra Nepals, Girija Prasad Koirala, og Pranchanda, leiðtogi maóista, lýstu ánægju sinni með samkomulagið og sögðu nýja tíma hafna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×