Erlent

Assad Sýrlandsforseta boðið til viðræðna í Teheran

Íranar hafa boðið forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, til viðræðna í Teheran, þar sem hann getur tekið þátt í viðræðum íranskra og íraskra stjórnmálamanna. Jalal Talabani, forseti Íraks, er á leið til Teheran um helgina til langþráðra viðræðna við Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans.

Þessi heimsókn, auk endurnýjaðs stjórnmálasambands Íraks og Sýrlands í dag, bera því vitni að grannríkin Íran og Sýrland reyna nú að beita sér meira til lausnar átakanna í Írak. Við upptöku stjórnmálasambands í dag lögðu Sýrlendingar blessun sína yfir veru bandarísks herliðs í Írak, á meðan írösk stjórnvöld þurfa á því að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×