Erlent

Telur að SWIFT verði dæmt fyrir persónuverndarbrot

Búist er við að eftirlitsmenn Evrópusambandsins komist að þeirri niðurstöðu að alþjóðlega bankakerfið SWIFT hafi brotið persónuverndarlög með því að gefa Bandaríkjunum aðgang að milljónum bankafærslna. Þetta sagði Leonard Schrank, framkvæmdastjóri SWIFT í morgun.

Schrank sagðist hins vegar telja að samstarf fyrirtækisins við fjármálaráðuneytið vegna rannsóknar hryðjuverka væri "fullkomlega löglegt" og óskaði eftir viðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjamanna til þess að skýra og samræma reglur um persónuvernd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×