Erlent

Færeyskir havsvívarar fylgjast með fiskinum

Þessi kafbátur er einnig til rannsóknaverkefna en er smíðaður af Íslendingum.
Þessi kafbátur er einnig til rannsóknaverkefna en er smíðaður af Íslendingum. MYND/Gunnar V. Andrésson

Færeyska hafrannsóknastofnunin sjósetti þrjá dvergkafbáta á sunnudaginn, eða "havsvívara" eins og þeir heita á tungu grannþjóðar okkar, sem rannsaka hafið og allt sem þar finnst eftir bendingum frá gervihnetti. Fréttavefurinn skip.is greinir frá þessu. Hafsvifförin svonefndu munu fylgjast með hafsvæðunum milli Íslands, Færeyja og Hjaltlands.

Kafbátarnir eru samstarfsverkefni færeysku hafrannsóknastofnunarinnar og Washington-háskóla í Seattle. Ferðum þeirra er stjórnað í gegnum gervihnött en eftir þrjá mánuði verða þeir teknir upp í skip og unnið úr gögnum sem þeir hafa safnað og verða þrír aðrir sjósettir í staðinn. Þetta verkefni endist í þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×