Útgefendur Nyhedsavisen gagnrýndir 5. október 2006 19:00 Útgefendur Nyhedsavisen í Danmörku eru gagnrýndir harðlega í dönskum fjölmiðlum í dag fyrir að hafa ekki nú þegar gefið upp hverjir fjármagna útgáfu blaðsins. Hagfræðingur, sem hefur kannað málið fyrir danska blaðamannafélagið, segir þetta ótrúverðugt. Blaðið kemur út í fyrsta sinn á morgun. Jørn Astrup Hansen er hagfræðingur og fyrrum seðlabankastjóri í Færeyjum. Hann hefur kannað fjármögnun Nyhedsavisen fyrir fagtímarit danska blaðamannafélagsins. Danskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Dagsbrún Mediafund, fjárfestingarsjóður sem eigi að standa að baki rekstri blaðsins, hafi ekki verið stofnaður og telur Hansen það ótrúverðugt að ekki hafi þegar verið gefið upp hverjir standi að baki honum. Dagsbrún, móðurfélag 365, hafi heldur ekki upplýst hvenær það verði gert og blaðið komi út í fyrsta sinn á morgun. Nyhedsavisen verður þriðja danska fríblaðið en fyrir eru Dato og 24 tímar. Í danska blaðinu Politiken er bent á að Dagsbrún hafi tekið þá ákvörðun að loka fréttasjónvarpsstöðinni NFS í síðasta mánuði vegna taps. Telur því Hansen erfitt að trúa því að félagið getið staðið undir útgáfunni í Danmörku. Danska blaðið Berglinske Tidene lagði fimm spurningar fyrir Morten Nissen Nielsen, framkvæmdastjóra Nyhedsavisen. Hann svarar þeim skriflega og segir það ætlun útgefenda að fjármagna reksturinn í gegnum sjóð og segir hann ekki ástæðu til að hafa peningáhyggjur við útgáfuna. Hann segir það rangt að fjárfestar hafi ekki fengist. Fyrir liggi átta hundruð milljónir danskra króna sem Baugur hafi heitið gerist þess þörf en Nielsen eigi ekki von á því að þurfa að sækja í það fé. Hann segir nú mestu skipta að gefa út gott blað og aðstandendur þess séu tilbúnir í slaginn. Nokkur viðskipti hafa verið með hlutafé í Dagsbrún síðustu daga. Á þriðjudag seldi Klapparás ehf., félag í eigu Árna Haukssonar, hlutafé í Dagsbrún að upphæð rúmlega hundrað milljóna króna. Í gær seldi síðan Selsvör, félag í eigu Árna, Þórdísar Sigurðardóttur, og Gunnars Smára Egilssonar, hlut í Dagsbrún að verðmæti rétt rúmra fjögur hundruð milljóna króna og var kaupandi Þórdís. Hún og Árni eiga bæði sæti í stjórn Dagsbrúnar en Gunnar Smári stýrir útgáfusjóði Nyhedsavisen. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Útgefendur Nyhedsavisen í Danmörku eru gagnrýndir harðlega í dönskum fjölmiðlum í dag fyrir að hafa ekki nú þegar gefið upp hverjir fjármagna útgáfu blaðsins. Hagfræðingur, sem hefur kannað málið fyrir danska blaðamannafélagið, segir þetta ótrúverðugt. Blaðið kemur út í fyrsta sinn á morgun. Jørn Astrup Hansen er hagfræðingur og fyrrum seðlabankastjóri í Færeyjum. Hann hefur kannað fjármögnun Nyhedsavisen fyrir fagtímarit danska blaðamannafélagsins. Danskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Dagsbrún Mediafund, fjárfestingarsjóður sem eigi að standa að baki rekstri blaðsins, hafi ekki verið stofnaður og telur Hansen það ótrúverðugt að ekki hafi þegar verið gefið upp hverjir standi að baki honum. Dagsbrún, móðurfélag 365, hafi heldur ekki upplýst hvenær það verði gert og blaðið komi út í fyrsta sinn á morgun. Nyhedsavisen verður þriðja danska fríblaðið en fyrir eru Dato og 24 tímar. Í danska blaðinu Politiken er bent á að Dagsbrún hafi tekið þá ákvörðun að loka fréttasjónvarpsstöðinni NFS í síðasta mánuði vegna taps. Telur því Hansen erfitt að trúa því að félagið getið staðið undir útgáfunni í Danmörku. Danska blaðið Berglinske Tidene lagði fimm spurningar fyrir Morten Nissen Nielsen, framkvæmdastjóra Nyhedsavisen. Hann svarar þeim skriflega og segir það ætlun útgefenda að fjármagna reksturinn í gegnum sjóð og segir hann ekki ástæðu til að hafa peningáhyggjur við útgáfuna. Hann segir það rangt að fjárfestar hafi ekki fengist. Fyrir liggi átta hundruð milljónir danskra króna sem Baugur hafi heitið gerist þess þörf en Nielsen eigi ekki von á því að þurfa að sækja í það fé. Hann segir nú mestu skipta að gefa út gott blað og aðstandendur þess séu tilbúnir í slaginn. Nokkur viðskipti hafa verið með hlutafé í Dagsbrún síðustu daga. Á þriðjudag seldi Klapparás ehf., félag í eigu Árna Haukssonar, hlutafé í Dagsbrún að upphæð rúmlega hundrað milljóna króna. Í gær seldi síðan Selsvör, félag í eigu Árna, Þórdísar Sigurðardóttur, og Gunnars Smára Egilssonar, hlut í Dagsbrún að verðmæti rétt rúmra fjögur hundruð milljóna króna og var kaupandi Þórdís. Hún og Árni eiga bæði sæti í stjórn Dagsbrúnar en Gunnar Smári stýrir útgáfusjóði Nyhedsavisen.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira