Krefjast þess að fá land varnarliðsins aftur 30. september 2006 18:00 Eigendur að stórum hluta þess lands sem tekið var undir herstöðina á Keflavíkurflugvelli krefjast þess að fá landið til baka nú þegar íslensk stjórnvöld taka við því við brottför hersins. Landeigendurnir hafa aldrei sætt sig við landtökuna, hafnað nauðungarbótum og staðið í lagaþrætu við Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytið í sextíu og fimm ár. Á Stafneslandi voru fimm bæir fyrir stríð og er landið víðáttumikið eða 2100 hektarar. Þetta land var tekið í seinni heimstyrjöldinni með hervaldi og hluti þess með eignarnámi 1942. Engin tilraun var gerð til að bæta landeigendum tjónið fyrr en 1957. Landeigendur fengu að halda eftir smá broti af landinu eða rúmlega hundrað hektara svæði við ströndina. Fjölskylda Gísla Hermannssonar átti þriðjung þessa stóra svæðis og sætti hún sig aldrei við landtökuna og hefur aldrei gert. Þrátt fyrir eignaupptökuna héldu landeigendur einhverjum réttindum, til dæmis rekarétti sem aldrei var þó hægt að nýta. Gísli segir að 1986 hafi restin af landinu og beitiréttur verið tekinn eignarnámi - þau neituðu þó að taka við greiðslunni fyrir enda smánarleg að þeirra mati rúmlega 200 þúsund krónur. Skömmu áður hafði urðunarstaður verið opnaður á hinu tekna landi og byrjað að losa þar eitraðan úrgang. Þessu mótmælti fjölskylda Gísla. Það grátbroslega við þennan urðunarstað, segir Gísli, var að þegar svokallað nikkelsvæði var hreinsað hinum megin við Miðnesheiðina, var mengaður jarðvegur keyrður yfir í Stafnesland og losaður þar. Þegar herinn verður farinn munu íslensk stjórnvöld taka við landinu og hafa í hyggju að steypa öllu í hutafélag en hinir gömlu landeigendur vilja fá sitt til baka. Það hefur gengið erfiðlega fyrir Gísla og hans fjölskyldu jafnvel að fara um þennan skika sem var skilinn eftir og ítrekað hafa þau verið hrakin í burtu af vopnuðum hermönnum. Þau mótmæltu því einnig harðlega þegar urðunarstaður var opnaður á landi þeirra og byrjað að losa þar, að því þau telja, eitraðan úrgang. Það hlálega er að þegar hið svokallaða nikkelsvæði var hreinsað af menguðum jarðveg, hinum megin við Miðnesheiðina, var menguðum jarðvegi þaðan einfaldlega ekið fyrir nesið og hann losaður á urðunarstaðinn í Stafneslandinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Eigendur að stórum hluta þess lands sem tekið var undir herstöðina á Keflavíkurflugvelli krefjast þess að fá landið til baka nú þegar íslensk stjórnvöld taka við því við brottför hersins. Landeigendurnir hafa aldrei sætt sig við landtökuna, hafnað nauðungarbótum og staðið í lagaþrætu við Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytið í sextíu og fimm ár. Á Stafneslandi voru fimm bæir fyrir stríð og er landið víðáttumikið eða 2100 hektarar. Þetta land var tekið í seinni heimstyrjöldinni með hervaldi og hluti þess með eignarnámi 1942. Engin tilraun var gerð til að bæta landeigendum tjónið fyrr en 1957. Landeigendur fengu að halda eftir smá broti af landinu eða rúmlega hundrað hektara svæði við ströndina. Fjölskylda Gísla Hermannssonar átti þriðjung þessa stóra svæðis og sætti hún sig aldrei við landtökuna og hefur aldrei gert. Þrátt fyrir eignaupptökuna héldu landeigendur einhverjum réttindum, til dæmis rekarétti sem aldrei var þó hægt að nýta. Gísli segir að 1986 hafi restin af landinu og beitiréttur verið tekinn eignarnámi - þau neituðu þó að taka við greiðslunni fyrir enda smánarleg að þeirra mati rúmlega 200 þúsund krónur. Skömmu áður hafði urðunarstaður verið opnaður á hinu tekna landi og byrjað að losa þar eitraðan úrgang. Þessu mótmælti fjölskylda Gísla. Það grátbroslega við þennan urðunarstað, segir Gísli, var að þegar svokallað nikkelsvæði var hreinsað hinum megin við Miðnesheiðina, var mengaður jarðvegur keyrður yfir í Stafnesland og losaður þar. Þegar herinn verður farinn munu íslensk stjórnvöld taka við landinu og hafa í hyggju að steypa öllu í hutafélag en hinir gömlu landeigendur vilja fá sitt til baka. Það hefur gengið erfiðlega fyrir Gísla og hans fjölskyldu jafnvel að fara um þennan skika sem var skilinn eftir og ítrekað hafa þau verið hrakin í burtu af vopnuðum hermönnum. Þau mótmæltu því einnig harðlega þegar urðunarstaður var opnaður á landi þeirra og byrjað að losa þar, að því þau telja, eitraðan úrgang. Það hlálega er að þegar hið svokallaða nikkelsvæði var hreinsað af menguðum jarðveg, hinum megin við Miðnesheiðina, var menguðum jarðvegi þaðan einfaldlega ekið fyrir nesið og hann losaður á urðunarstaðinn í Stafneslandinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira