Sjónvarpsstöðin Sýn verður að venju með þrjá leiki í boði í beinni útsendingu úr Meistaradeild Evrópu á rásum sínum. Aðalleikur kvöldsins verður viðureign Liverpool og Galatasaray á Sýn, en þar kemur ekkert annað en sigur til greina hjá fyrrum Evrópumeisturunum eftir að gengi liðsins hefur ekki verið upp á marga fiska í Evrópukeppninni undanfarið.
Boðið verður upp á eftirtalda leiki á rásum Sýnar í kvöld, en þar að auki fara þeir Heimir Karlsson og Guðni Bergs yfir stöðu mála, hita upp fyrir leikina og sýna öll mörkin fyrir og eftir leiki kvöldsins frá klukkan 18:00.
kl. 18:30 Liverpool - Galatasaray SÝN
kl. 18:30 Werder Bremen - Barcelona SÝN Extra
kl. 18:30 Inter Milan - Bayern Munchen SYN Extra 2