Fótbolti

Íslendingarnir á skotskónum

Stefán Gíslason skoraði mark Lyn í dag
Stefán Gíslason skoraði mark Lyn í dag
Nokkrir leikir fóru fram í norska boltanum í dag og þar komu Íslendingar nokkuð við sögu. Eskfirðingurinn Stefán Gíslason skoraði mark Lyn þegar liðið gerði jafntefli við Odd Grenland og þá skoraði Birkir Bjarnason sitt fyrsta mark fyrir Viking frá Stavangri þegar liðið lagði Stabæk 3-1. Veigar Páll Gunnarsson var ekki í liði Stabæk þar sem hann tók út leikbann. Ólafur Örn Bjarnason skoraði eitt marka Brann sem burstaði Sandefjörd 5-3. Önnur úrslit má sjá á Boltavaktinni hér á síðunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×